Síld

Fyrsti síldarfarmurinn kom til Norðfjarðar kl. 09:00 í morgun.  Það var áhöfn Bjarna Ólafssonar AK-70 sem veiddi um 600 tonn. Síldin fer öll til manneldis og verður unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. næsta sólarhringinn. Það má með sanni segja að mikil eftirvænting hafi verið hjá starfsfólki fiskiðjuversins fyrir þessa vertíð og biðinni eftir síldinni nú loks lokið.

Margrét EA er einnig á leiðinni með um 450 tonn af norsk-íslenskri síld sem á einnig að fara til manneldis.

Bjarni Ólafsson Löndun hefst

Síldarflokkun Síldarpökkun