Í morgun fengum við fróðlega og skemmtilega heimsókn frá nemendum í náttúrufræði við Verkmenntaskóla Austurlands. Futtu krakkarnir 3 fyrirlestra um: erfðabreytt matvæli, litblindu og albínisma. Fóru þau yfir þetta á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Eftir hvern fyrirlestur var svo tekið við fyrirspurnum sem krakkarnir svöruðu skilmerkilega.
Takk kærlega fyrir okkur.