Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson kom og heimsótti okkur í gær ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Fóru þau í Fiskiðjuverið, ræddu við starfsfók og svöruðu fyrirspurnum. Fóru svo í stutta skoðunarferð um Fiskiðjuverið og athafnasvæði Síldarvinnslunnar. Heimsóknin var hin skemmtilegasta og þökkum við þeim hjónum kærlega fyrir komuna.