Hver skrautlegi krakkahópurinn á fætur öðrum kom í heimsókn á skrifstofur Síldarvinnslunnar í dag og söng fyrir starfsfólkið. Krakkarnir voru gjarnan klædd hinum fjölbreyttustu búningum og söngvarnir voru vel æfðir og vel fluttir. Kennarar Nesskóla fylgdu mörgum hópanna og þess virðist vel gætt að allir geti tekið þátt í öskudagssprelli og notið þess til hins ítrasta. Í þakklætisskyni fyrir heimsóknina og sönginn þáði unga fólkið harðfiskpoka að gjöf.
Það er ávallt fagnaðarefni að fá heimsóknir sem þessar á skrifstofu fyrirtækisins og meðfylgjandi eru myndir af tveimur hópanna sem glöddu starfsfólkið í dag.