Polar Amaroq. Ljósm. Þorgeir BaldurssonPolar Amaroq. Ljósm. Þorgeir BaldurssonKolmunnaskipin sem eru að veiðum í færeysku lögsögunni láta ekki mjög vel af sér. Stundum er eitthvað af fiski að sjá en þess á milli afar lítið. Skipin toga lengi og ekki er óalgengt að aflinn sé á milli 200 og 300 tonn í holi. Norska kolmunnaskipið Kvannøy er væntanlegt til Seyðisfjarðar í nótt með 1100 tonn og grænlenska skipið Polar Amaroq er að landa fullfermi eða 1900 tonnum í Neskaupstað.