Fundarboð Hluthafafundur Síldarvinnslunnar hf.

Verður haldinn föstudaginn 26. mars 2021 í Safnahúsinu, Neskaupstað, kl. 11:00. Athygli er vakin á því að vegna sóttvarnarreglna kann að vera nauðsynlegt að skipta upp fundinum.

Dagskrá:

  1. Breytingar á samþykktum félagsins skv. tillögu stjórnar

Breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á verðbréfamarkað.

Helstu breytingar í 2. kafla:

  • Samþykki hluthafafundar þarf til hækkunar hlutafjár og hluthafar hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlutum í hlutfalli við skrásetta hlutafjáreign sína, sbr. grein 2.02.
  • Hlutir verði gefnir út rafrænt, sbr. 2.03.
  • Heimilt er að nota rafræn skjalasamskipti og rafpóst í samskiptum milli félagsins og hluthafa, t.a.m. við boðun hluthafafunda, sbr. grein 2.06.

Helstu breytingar í 4. kafla:

  • Stjórn er heimilt að ákveða að hluthafar geti tekið þátt í fundarstörfum hluthafafunda með rafrænum hætti í samræmi við 80. gr. a hlutafélagalaga, sbr. grein 4.02.
  • Tekið út ákvæði þess efnis að hluthafafundur sé lögmætur ef hann sækja hluthafar sem hafa yfir að ráða a.m.k helming af atkvæðisbæru hlutafé. Nú kveðið á um að hluthafafundur sé lögmætur án tillits til fundarsóknar, ef löglega er til hans boðað, sbr. grein 4.04.
  • Bætt við ákvæði um að skjöl og upplýsingar í samræmi við 88. gr. d hlutafélagalaga skuli vera aðgengileg hluthöfum 21 degi fyrir hluthafafund.

Helstu breytingar í 5. kafla:

  • Breytingar á ákvæði um kynjahlutföll í stjórn, sbr. grein 5.02.
  • Bætt við ákvæði þess efnis að séu kjörnar nefndir á vegum stjórnar skuli niðurstöður þeirra eingöngu vera leiðbeinandi fyrir stjórnina, sbr. grein 5.05.
  1. Tillaga um að færa eignarhlut félagins í SVN eignafélagi ehf. yfir til hluthafa en farið er með afhendingu sem arðsúthlutun í skattalegu tilliti. Hluthafar eigi kost á því að fara fram á greiðslu í reiðufé að frádregnum fjármagnstekjuskatti.
  2. Önnur mál, löglega fram borin

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.