Verður haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2022 í Safnahúsinu, Neskaupstað,
kl. 14:00.

Fundurinn verður einnig haldinn með rafrænum hætti og verður hluthöfum þannig jafnframt boðið upp á fullgilda rafræna þátttöku á fundinum í gegnum Lumi AGM án þess að hluthafar séu viðstaddir á fundarstað.

Dagskrá fundarins er með eftirfarandi hætti:

         1. Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins í tengslum við kaup á öllu hlutafé í Vísi hf.

        • Verði tillagan samþykkt er stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um kr. 145.939.749 að nafnvirði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé í Vísi hf. Hluthafar falla jafnframt frá áskriftarrétti sínum að hlutafjáraukningunni. Verður heimildin tekin upp í samþykktir félagsins og veitt til 12 mánaða frá dagsetningu samþykktar.

2. Önnur mál, löglega fram borin

Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar.

Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.

Nánari upplýsingar um fundarsókn og atkvæðagreiðslu á hluthafafundi vegna fundar
fimmtudaginn 18. ágúst 2022:

Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi auk þess sem hluthafar geta kosið rafrænt og borið upp skriflegar spurningar í gegnum Lumi snjallforritið eða vefsíðu Lumi. Rafræn þátttaka jafngildir mætingu á fundinn og veitir rétt til þátttöku í honum að öðru leyti. Allir hluthafar, hvort sem þeir mæta til fundarins í Safnahúsinu eða taka þátt með rafrænum hætti, eru hvattir til að hlaða niður smáforriti Lumi AGM í eigin snjalltæki, en jafnframt geta þeir greitt atkvæði í gegnum vefslóð Lumi AGM eða á fundinum sjálfum.

Aðilar sem eru eignaskráðir hluthafar í hlutaskrá skv. hluthafakerfi félagsins þegar aðalfundur fer fram geta beitt réttindum sínum á aðalfundi. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fer fram tveimur dögum eftir viðskiptin og því er mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 16. ágúst, vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig tímanlega á vefsíðunni www.smartagm.com og eigi síðar en kl. 16.00 þann 17. ágúst 2022, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá fundarins og leggja fram ályktunartillögur ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 16:00 þann 8. ágúst 2022. Slík erindi skulu send á tölvupóstfangið og munu þau verða birt á vefsíðu félagsins. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekið til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögu fyrir þann tíma verður endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir fundinn. Mál sem ekki hafa verið tilgreind í dagskrá hluthafafundar er ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum nema með samþykki allra hluthafa félagsins.

Endanleg dagskrá, fundarboðun og tillögur auk annarra upplýsinga um hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins https://svn.is/fjarfestar/ eigi síðar en 11. ágúst 2022.

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.