Í gær voru unnin hrogn úr Beiti NK í Neskaupstað og eru það fyrstu hrognin sem þar eru unnin á vertíðinni. Hluti af farmi skipsins var kreistur en hrognin voru á mörkum þess að vera nægilega þroskuð til vinnslu. Vel gekk að kreista og frysta og var allt tilbúið til að vinna hrogn úr farmi Bjarna Ólafssonar AK sem var næstur til löndunar. Hrognin úr farmi Bjarna eru betur þroskuð og ríkir mikið annríki hjá þeim sem starfa við vinnsluna. Fulltrúar japanskra kaupenda loðnuhrogna fylgjast grannt með framleiðslunni.
Nú er Börkur NK á austurleið með fullfermi af hrognaloðnu og er hann væntanlegur til Neskaupstaðar í kvöld.