Fyrsta loðnan barst til fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík hinn 3. mars sl. en þá kom vinnsluskipið Vilhelm Þorsteinsson EA með 300 tonn af fráflokkaðri loðnu. Daginn eftir hófst hrognataka í Helguvík en eins og undanfarin ár er hún framkvæmd í samvinnu við Saltver í Reykjanesbæ. Fyrst voru unnin hrogn úr Berki NK, síðan úr Vilhelm Þorsteinssyni EA, þá Beiti NK og loks aftur úr Vilhelm þorsteinssyni. Að sögn þeirra Gunnars Sverrissonar og Guðjóns Helga Þorsteinssonar gengur hrognavinnslan vel. Guðjón sagði að í upphafi hefðu hrognin ekki verið búin að ná Japansgæðum en í morgun var hins vegar byrjað að frysta á Japan.
Hákon EA kom í nótt til Neskaupstaðar með loðnu til hrognavinnslu og hófst vinnslan þá strax. Síðan er von á Bjarna Ólafssyni AK með hrognaloðnu í nótt.
Beitir NK og Börkur NK eru á miðunum. Beitir er kominn með um 2000 tonn og Börkur með um 700.