Vinnsla á loðnuhrognum í Neskaupstað hófst miðvikudagskvöldið 13. mars en þá var hluti af loðnufarmi Beitis NK kreistur.
Í dag er verið að kútta loðnu úr Hákoni EA og eru fulltrúar japanskra kaupenda afar ánægðir með framleiðsluna.
Í nótt er Börkur NK væntanlegur með fullfermi og er áformað að vinna hrogn úr farminum.
Í Helguvík eru einnig unnin hrogn á vegum Síldarvinnslunnar í samvinnu við Saltver ehf. Þar hefur vinnslan gengið vel.