HrognavinnslaNú stendur hrognavinnsla sem hæst í loðnunni og var verið að kútta loðnu til hrognatöku úr Bjarna Ólafssyni AK-70 í gær en hann kom í gærmorgun með fullfermi.  Unnið er á vöktum allan sólarhringinn í kappi við náttúruöfl og tíma.  Á myndinni sjást þau sem eru á dagvaktinni í Fiskiðjuverinu að taka við gullmolum úr síðasta skrefi aðskilnaðar hrogna og loðnu, eða þurrktromlun.