Gullver NS kemur til löndunar. Ljósm. Ómar BogasonGullver NS kemur til löndunar. Ljósm. Ómar BogasonGullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði á mánudagsmorgun. Skipið var með fullfermi eða 105 tonn og var uppistaða aflans þorskur, karfi og ufsi. Jónas Jónsson skipstjóri segir að veiðin í túrnum hafi verið jöfn og góð allan tímann. „Við byrjuðum í Lónsdýpinu og fiskuðum þar karfa og ufsa en síðan var farið í Hvalbakshall og norður á Fótinn til að veiða þorsk,“ sagði Jónas. Gert er ráð fyrir að Gullver haldi á ný til veiða um hádegisbil á morgun.
 
Bjartur NK kom til Neskaupstaðar seint í gærkvöldi með 80 tonn. Uppistaða aflans var þorskur. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri segir að veiðin hafi verið sæmileg en veitt hafi verið á þeirra hefðbundnu veiðislóð. „Við vorum að veiðum frá Lónsdýpi og austur í Seyðisfjarðardýpið,“sagði Steinþór.
 
Vestmannaey VE er á leið til Seyðisfjarðar með um 50 tonn af þorski en skipið hefur verið að veiðum á Austfjarðamiðum. Versnandi veður gerir það að verkum að stefnan er sett á Seyðisfjörð núna.
 
Þegar þetta er ritað er Bergey VE að ýsuveiðum á Tangaflaki. Skipið er komið með 52 tonn og er aflinn blandaður; þorskur, ufsi og ýsa.