Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Aflinn var blandaður. Nú eru áhafnir skipanna komnar í jólafrí og verður árleg skötuveisla hjá áhöfnunum og öðrum starfsmönnum Bergs – Hugins ehf. og Bergs ehf. í kvöld. Þar munu menn án efa skemmta sér vel.
Bergur er kominn í frí fram yfir hátíðar en Vestmannaey mun halda til veiða á milli jóla og nýárs.
Verið er að landa úr Gullver NS á Seyðisfirði í dag. Aflinn er 94 tonn, mest þorskur og ýsa. Gert er ráð fyrir að Gullver haldi til veiða á milli hátíða.