Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2011Íslensku sjávarútvegs-verðlaunin voru veitt í fimmta sinn í gærkvöld við hátíðlega athöfn. Alls voru veitt sautján verðlaun, en þau eru veitt þeim sem þykja hafa skarað framúr í fiskveiðum og sjávarútvegi bæði á Íslandi og erlendis. Verðlaunin eru veitt í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir.

Síldarvinnslan í Neskaupstað hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi íslenska fiskvinnslu.

Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti NK 123 hlaut verðlaun fyrir að vera framúrskarandi íslenskur skipstjóri.

Aðrir vinningshafar:

Besta nýjungin á sýningunni: Hampiðjan fyrir Dynax Wraps ofurtóg

Besti básinn á sýningunni – minni gerð: Sjóvá

Besti básinn á sýningunni – stærri gerð: Skeljungur

Besti hópbásinn: Danish Export Group Association

Framúrskarandi íslensk útgerð: HB Grandi

Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa, en fyrirtækið hefur um langt árabil verið leiðandi í rekstri frystitogara.

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar, minni fyrirtæki Bátasmiðjan Trefjar

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – veiðar, stærri fyrirtæki Hampiðjan

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki Héðinn

Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki Marel

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – veiðar, minni fyrirtæki Amerro Engineering Framúrskarandi erlendur framleiðandi – veiðar, stærri fyrirtæki Transas

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki NOCK Maschinenbau GmbH

Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki Baader

Framúrskarandi framleiðandi í heildina séð Marel