Jóna Járnbrá Jónsdóttir fylgist með gæðum loðnunnar. Ljósm: Hákon Ernuson
Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í gær með 700 tonn af loðnu og í nótt kom Beitir NK með 1500 tonn. Fryst var á Japansmarkað úr Bjarna Ólafssyni og nú er verið að frysta úr Beiti. Japansfrystingunni er að ljúka og gert er ráð fyrir að hrognavinnsla hefjist þegar lokið verður við að frysta úr Beiti. Börkur NK er í höfn í Keflavík og er áfomað að hann hefji veiðar til hrognavinnslu á morgun.