Jólaball 9. bekkjar Nesskóla og Síldarvinnslunnar verður haldið þriðjudaginn 27. desember og hefst kl. 16 í sal Nesskóla. Öllum börnum og foreldrum er boðið á ballið og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á veitingar fyrir börnin og það verður heitt á könnunni fyrir hina fullorðnu. Dansað verður í kringum jólatré við undirleik og sungið af innlifun. Auðvitað munu síðan jólasveinar koma í heimsókn. Nemendur 9. bekkjar munu leiða sönginn og annast veitingarnar.