Jólaball 9. bekkjar Nesskóla og Síldarvinnslunnar hf. var haldið í gær og var mætingin góð. Krakkarnir í 9. bekk sáu alfarið um framkvæmd jólaballsins ásamt Birtu Sæmundsdóttur en þau eru að safna fyrir skólaferðalagi í vor. Boðið var upp á kaffi og svala en einnig var hægt að láta mynda sig með jólasveininum. Jólasveinarnir dönsuðu með krökkunum og gáfu þeim svo ávexti áður en þeir héldu aftur til fjalla.