Jólasveinar munu koma í heimsókn á jólaballiðJólasveinar munu koma í heimsókn á jólaballiðHið árlega jólaball Síldarvinnslunnar verður haldið í Nesskóla í Neskaupstað laugardaginn 28. desember og hefst kl. 16. Samkvæmt hefðinni er ballið haldið í samvinnu við 9. bekk Nesskóla. Öllum börnum og foreldrum í Fjarðabyggð er boðið á ballið og er aðgangur ókeypis. Dansað verður í kringum jólatré við undirleik og söng og auðvitað munu jólasveinar koma í heimsókn. Fyrir mörg börn er jólaballið fastur liður á jólahátíðinni og skemmta þau sér gjarnan afar vel.