Fötur með jólasíld Síldarvinnslunnar 2014Fötur með jólasíld Síldarvinnslunnar 2014Jólasíld Síldarvinnslunnar er ómissandi hluti jólahátíðarinnar hjá starfsmönnum  fyrirtækisins. Engin önnur síld kemst í háfkvisti við hana og ef hún er nefnd á nafn kemur vatn í munn flestra sem hafa neytt hennar og notið. Aðferðirnar sem notaðar eru við framleiðslu síldarinnar eru að sjálfsögðu leyndarmál en þær hafa verið þróaðar af kunnáttumönnum á löngum tíma.
 
Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að merkimiðinn á síldarfötunum sé með jólalegri mynd af athafnasvæði eða skipum Síldarvinnslunnar. Nú hefur verið ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni á meðal þeirra sem kunna að eiga myndir sem koma til greina á slíkan merkimiða. Myndirnar skulu þátttakendur senda til Jóns Gunnars Sigurjónssonar yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar fyrir 15. október (). Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem á myndina sem verður fyrir valinu.