Verðlaunamyndin á jólasíldarfötunni. Ljósm. Hákon ErnusonVerðlaunamyndin á jólasíldarfötunni. Ljósm. Hákon ErnusonÍ byrjun október sl. var tilkynnt um að efnt yrði til ljósmyndasamkeppni um mynd á merkimiða sem notaður yrði á síldarföturnar undir jólasíld Síldarvinnslunnar í ár. Myndin þurfti að vera jólaleg og sýna skip eða athafnasvæði Síldarvinnslunnar.
 
Alls voru sendar inn á milli 50 og 60 myndir sem dómnefnd þurfti að vega og meta. Margar myndanna voru mjög góðar og uppfylltu fullkomlega þær kröfur sem gerðar voru. Þegar upp var staðið voru dómnefndarmenn sammála um að mynd sem Guðlaugur B. Birgisson tók væri best og bar hún sigur úr býtum í keppninni. Mynd Guðlaugs sýnir Börk NK ljósum prýddan í Norðfjarðarhöfn. 
 
Nú er jólasíldin fullverkuð og tilbúin og reyndar þegar farið að setja hana í föturnar. Víst er að vatn kemur í munn margra þegar minnst er á jólasíldina og ekki skemmir myndin á loki fötunnar fyrir þetta árið.Jón Gunnar Sigurjónsson verksmiðjustjóri fiskiðjuversins t.h. afhendir Guðlaugi B. Birgissyni verðlaunin. Ljósm. Hákon ViðarssonJón Gunnar Sigurjónsson verksmiðjustjóri fiskiðjuversins t.h. afhendir Guðlaugi B. Birgissyni verðlaunin. Ljósm. Hákon Ernuson