Lögð hefur verið áhersla á að merkimiðinn á síldarfötunum sé með jólalegri mynd af skipum eða athafnasvæði Síldarvinnslunnar. Í fyrra var efnt til samkeppni á meðal þeirra sem hafa tekið slíkar myndir og nú hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Þeir sem vilja taka þátt í þessari ljósmyndasamkeppni sendi myndir til Jóns Gunnars Sigurjónssonar yfirverkstjóra í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar fyrir 2. nóvember nk. (). Veitt verða vegleg verðlaun fyrir myndina sem verður fyrir valinu.