Frá jólaballi. Ljósm: Hákon Ernuson
Börnum verður boðið upp á jólatrésskemmtun í Egilsbúð fimmtudaginn 29. desember kl. 16. Það er Síldarvinnslan sem kostar skemmtunina í samvinnu við Hljóðkerfaleigu Austurlands. Öllum börnum og foreldrum í Fjarðabyggð er boðið að koma og víst er að jólasveinar munu birtast þegar gleðin stendur hæst. Eins og venjulega verður dansað í kringum jólatré og jölalögin munu hljóma. Það eru nemendur í 9. bekk Nesskóla ásamt foreldrum sem munu stjórna samkomunni.
Fyrir mörg börn er jólatrésskemmtunin fastur liður í jólahaldinu og fullvíst er að þau munu skemmta sér vel í Egilsbúð hinn 29. desember.