Það var líf og fjör á jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonÞað var líf og fjör á jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonHin árlega jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar var haldin í Egilsbúð í gær. Öllum börnum og foreldrum var boðið á skemmtunina og var hún vel sótt. Eins og venjulega var dansað í kringum jólatré við undirleik og söng. Hópur nemenda úr 9. bekk Nesskóla leiddi sönginn. Þá komu jólasveinar í heimsókn og vöktu hrifningu samkvæmt venju.
 
Fyrir mörg börn er jólatrésskemmtunin fastur liður í jólahaldinu og virtust þau svo sannarlega njóta hennar í gær.