Frá jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon ErnusonHin hefðbundna jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar verður haldin í Egilsbúð þriðjudaginn 30. desember og hefst kl. 16. Öllum börnum og foreldrum í Fjarðabyggð er boðið á skemmtunina en víst er að þangað munu koma jólaveinar með hollt og gott í poka. Eins og venjulega verður dansað í kringum jólatré við undirleik og söng. Hópur nemenda úr 9. bekk Nesskóla mun leiða sönginn.

Fyrir mörg börn er jólatrésskemmtunin fastur liður í jólahaldinu og fullvíst er að þau munu skemmta sér vel í Egilsbúð hinn 30. desember.