Hin hefðbundna jólatrésskemmtun Síldarvinnslunnar verður haldin í Egilsbúð föstudaginn 27. desember kl. 16. Öllum börnum og foreldrum í Fjarðabyggð er boðið á skemmtunina en þangað munu koma jólasveinar ásamt því að boðið verður upp á drykki og smákökur. Egill Jónsson mun leika undir dans og söng en kór 9. bekkinga mun leiða sönginn.
Fyrir mörg börn er jólatrésskemmtunin fastur liður í jólahaldinu og fullvíst er að þau munu skemmta sér vel á föstudaginn.