Síðasti dagurinn í vinnunni hjá KajKarl Hjelm hóf störf hjá Síldarvinnslunni hf. haustið 1966. Starfaði hann í bræðslunni í nokkur ár, síðan í saltfiskverkuninni og löndunum á ísfiski ásamt uppskipunum með viðkomu í reykiðjunni (sem var á efstu hæðinni í gamla frystihúsinu). Þegar hætt var að salta bolfisk fór hann í að salta síld hjá Haraldi Jörgensen í Fiskiðjuverinu og sinnti auk þess fiskmati. Síldarvinnslan hf. þakkar Kaj fyrir vel unnin störf í gegnum árin og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.