Karl Róbertsson hefur verið ráðinn í starf gæðastjóra hjá Síldarvinnslunni og hefur hann störf hinn 1. október næstkomandi.
Karl er borinn og barnfæddur Norðfirðingur og lauk námi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1998. Frá þeim tíma hefur hann starfað hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Matís, lengst af í Neskaupstað en einnig á Ísafirði.
Karl mun hafa umsjón með gæðakerfinu í fiskiðjuverinu í Neskaupstað og eins mun hann starfa að gæðamálum í fiskimjölsverksmiðjum fyrirtækisins ásamt Þórhalli Jónassyni gæðastjóra þeirra.