Síðustu tvo daga hefur kolmunnaaflinn í færeysku lögsögunni verið að glæðast töluvert. Í gær voru skipin að fá allt upp í 500 tonn í holi þó svo að aflinn færi í einstaka tilvikum niður í 200 tonn. Beitir er á landleið með fullfermi og verður á Seyðisfirði í kvöld. Hákon verður í Neskaupstað með fullfermi á svipuðum tíma. Börkur fyllti sig í gærkvöldi og er væntanlegur til Seyðisfjarðar í fyrramálið.
Birtingur kom til Neskaupstaðar í gær með 1100 tonn og hélt aftur til veiða í nótt sem leið.