Kolmunnaveiðar eru hafnar í færeysku lögsögunni. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonKolmunnaveiðar eru hafnar í færeysku lögsögunni.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Kolmunnaskipin sem lágu í Norðfjarðarhöfn yfir páskana héldu til veiða um nýliðna helgi. Miðað við síðustu ár gætu kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni verið að hefjast um þessar mundir en fiskurinn er að ganga í norður úr skosku lögsögunni. Heimasíðan ræddi við Ólaf Gunnar Guðnason, stýrimann á Berki NK, í morgun og spurðist frétta. „Við köstuðum klukkan þrjú í nótt og það er eitthvað rag að sjá hérna. Hoffell SU er búið að vera hér á miðunum í tvo daga og þeir hafa tvisvar tekið einhver 300 tonn. Það tekur einhverja daga að fá verulegan kraft í þetta en fiskurinn er augljóslega byrjaður að ganga inn í færeysku lögsöguna. Hér er fullt af skipum að veiðum. Auk okkar og Hoffells eru Víkingur, Bjarni Ólafsson og Hákon komin á miðin og svo er hér fullt af Færeyingum og Rússum. Vonandi kemst kraftur í þetta fljótlega,“ sagði Ólafur Gunnar.