Kolmunnaveiðar hafa gengið vel að undanförnu og hafa skipin komið til löndunar í Neskaupstað og á Seyðisfirði hvert af öðru. Börkur er að landa fullfermi á Seyðisfirði og Hákon bíður löndunar þar. Bjarni Ólafsson er nýlega komin á miðin að aflokinni löndun í Neskaupstað og Polar Amaroq er að landa þar fullfermi. Beitir er á landleið með fullfermi og Birtingur er við það að fylla á miðunum.