Gott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonGott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonKolmunnaskipin sem legið hafa í Norðfjarðarhöfn að undanförnu halda nú til veiða í færeysku lögsöguna hvert af öðru. Polar Amaroq lét úr höfn um hádegi í gær og Beitir NK í morgun. Gert er ráð fyrir að Bjarni Ólafsson AK sigli í kjölfar þeirra á fimmtudag. Börkur NK er hins vegar í slipp á Akureyri og mun væntanlega ekki fara niður fyrr en á fimmtudag.
 
Samkvæmt nýjustu heimildum eru heldur litlar fréttir af veiði í færeysku lögsögunni. Þar eru rússnesk og færeysk skip að veiðum eins og er.