Börkur NK á siglingu.  Ljósm. Þorgeir Baldursson

Íslensku kolmunnaskipin leituðu flest hafnar í Færeyjum s.l. mánudag vegna veðurs.  Þau hafa haldið á ný til veiða í morgun enda veðrið að ganga niður.  Fyrir bræluna var dágóð veiði á miðunum suður af Færeyjum.

Beitir NK landaði á Seyðisfirði aðfaranótt þriðjudags.  Hann nálgast nú kolmunnamiðin.