Beitir NK að kolmunnaveiðum. Ljósm. Tómas Kárason
Beitir NK að kolmunnaveiðum. Ljósm. Tómas Kárason
Börkur og Beitir héldu til kolmunnaveiða í gær og Birtingur mun væntanlega sigla í kjölfar þeirra á morgun. Um þrjátíu tíma sigling er á veiðisvæðið suðar af Færeyjum en vegalengdin á miðin er um 350 mílur. Einungis 12 íslensk skip mega stunda veiðar samtímis á þessum slóðum og í fyrra þurftu skipin stundum að bíða í höfn í Færeyjum eftir að komast að.
 
Fyrir páska var rúmlega 4000 tonnum af kolmunna landað í Neskaupstað. Börkur kom þá með fullfermi og Vilhelm Þorsteinsson EA með 1600 tonn.