Beitir NK heldur til kolmunnaveiða í dag.  Ljósm. Þorgeir Baldursson

Beitir NK mun halda til kolmunnaveiða í dag en um þessar mundir fer veiðin fram í færeysku lögsögunni.  Börkur NK er í slipp á Akureyri og mun væntanlega halda til kolmunnaveiða síðar í þessari viku.

Á vertíðinni koma liðlega eitt hundrað þúsund tonn af kolmunna í hlut íslenskra skipa og þar af nemur kvóti skipa Síldarvinnslunnar liðlega 25 þúsund tonnum.

Að undanförnu hefur kolmunnaveiðin við Færeyjar verið treg en síðustu fregnir herma að hún sé að glæðast verulega.