Börkur NK að kasta. Ljósm. Björn Steinbekk

Kolmunnaveiðin á gráa svæðinu suður af Færeyjum er hafin. Heimasíðan ræddi stuttlega við Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóra á Berki NK, og spurði hvernig gengi. “Þetta er svona þokkalegt nudd. Skipin eru að fá frá 300 tonnum og upp í rúm 500 tonn í holi hér austarlega á gráa svæðinu. Það er frekar lengi dregið. Við vorum núna að hífa 440 tonn eftir 16 tíma. Fiskurinn er blandaður. Við erum komnir með 1190 tonn eftir þrjú hol en við hófum veiðar í fyrradag. Þetta er byrjunin og vonandi á þetta eftir að ganga vel,” segir Hjörvar.

Beitir NK hóf veiðar í gær og var kominn með 540 tonn í morgun.