Kolmunnavertíð í fullum gangi á Seyðisfirði. Ljósm. Eyrún GuðmundsdóttirKolmunnavertíð í fullum gangi á Seyðisfirði. Ljósm. Eyrún GuðmundsdóttirFrá því að kolmunnavertíðin hófst hjá fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og í Neskaupstað um 20. apríl hefur vinnsla gengið vel. Verksmiðjan á Seyðisfirði hefur tekið á móti um 13.000 tonnum og í Neskaupstað hafa um 24.000 tonn borist að landi. Gunnar Sverrisson rekstarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar og verksmiðjustjóri á Seyðisfirði segir að vinnslan þar hafi verið nokkuð samfelld frá 20. apríl og þar séu menn ánægðir með vertíðina hingað til. „Hingað hafa kolmunnafarmar borist reglulega og nú síðast landaði Birtingur NK tæplega 1750 tonnum,“ sagði Gunnar.
 
Guðjón B. Magnússon verksmiðjustjóri í Neskaupstað tekur undir með Gunnari og segir menn ánægða með kolmunnavertíðina. „Vinnslan hefur gengið vel til þessa og það er mikil vinnsla framundan. Beitir NK var að klára að landa liðlega 2000 tonnum í morgun og veiði hefur verið nokkuð góð síðustu dagana. Þetta lítur vel út,“ sagði Guðjón.