received 10209119174272136

Beitir NK með gott kolmunnahol. Ljósm. Helgi Freyr Ólason

                Skip Síldarvinnslunnar hófu kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni í síðasta mánuði og hafa Bjarni Ólafsson AK og Beitir NK þegar landað fyrstu förmunum í Neskaupstað. Heimasíðan hafði samband við Hafþór Eiríksson verksmiðjustjóra og spurði hvernig hráefni kolmunninn væri. „Í einu orði sagt þá er hann úrvalshráefni. Þetta er stór og góður fiskur og hann er vel feitur á þessum árstíma. Kolmunninn gefur vel af mjöli og einnig talsvert af lýsi núna. Vinnslan á honum gengur vel en það eru komin á land hátt í 5.000 tonn. Börkur NK er síðan á landleið með 2.000 tonn og kemur til hafnar síðar í dag. Bjarni Ólafsson og Beitir eru á miðunum,“ segir Hafþór.

                Í dag er bræla á kolmunnamiðunum fyrir austan Færeyjar.