Nú er áformað að gera könnun á meðal starfsmanna Síldarvinnslunnar í þeim tilgangi að meta starfsánægju innan fyrirtækisins og ná fram upplýsingum um styrkleika og veikleika í  vinnustaðamenningu á starfsstöðvum þess. Niðurstöðum könnunarinnar er ætlað að efla það sem  gott er og vel er gert innan fyrirtækisins og ná fram þeim þáttum sem betur mega fara. Sambærileg könnun var síðast gerð fyrir þremur árum. 

Starfsmönnum verður sendur spurningalisti í tölvupósti á næstunni og mun einungis taka 4-6 mínútur að svara spurningunum. Mun listinn verða sendur út á íslensku, ensku og pólsku. Mikilvægt er að sem flestir svari en enginn er þó skyldugur til þess. Svörin verða ekki rekjanleg til einstakra starfsmanna.  

Það er Austurbrú sem annast framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar.