Kristina EA    Ljósm. Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

Fyrir skömmu var greint frá því að Kristina EA hefði landað
í Neskaupstað stærsta farmi af frystri loðnu sem íslenskt skip hefði komið með
að landi.
  Þessi farmur reynist vera
2.038 tonn.


Hinn 22. janúar s.l. bætti Kristina EA þetta met sitt þegar
skipið landaði í Neskaupstað 2.199 tonnum af frystri loðnu.


Kristina EA er stærsta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum og
um borð í því er fiskimjölsverksmiðja. 
Að aflokinni fyrri veiðiferðinni landaði skipið 61 tonni af loðnumjöli
og 97 tonnum eftir síðari veiðiferðina.