Kristina EA kom til Neskaupstaðar í gær með stærsta farm af frystri loðnu sem skip hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Alls var aflinn tæplega tvö þúsund tonn og tók veiðiferðin sex daga. Skipið heldur á ný til veiða í dag að aflokinni löndun.
Kristina EA er eitt af skipum Samherja hf. og er stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans.