Búdapest á góðum eftirmiðdegi.Næstkomandi fimmtudag og föstudag heldur starfsfólk Síldarvinnslunnar ásamt mökum í árshátíðar- og skemmtiferð til Búdapest. Árshátíðin verður haldin á skemmtistaðnum Larus á laugardagskvöld en skemmtistaðurinn er í einungis 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu sem gist verður á ( Hotel Novotel City). Fyrir utan árshátíðina munu þátttakendur í ferðinni nýta dvölina til að skoða borgina og njóta ánægjulegra samvista.

Hér þarf að koma á framfæri nokkrum hagnýtum upplýsingum fyrir ferðalangana sem mikilvægt er að starfsmenn deili sín á milli:

  • Þeir sem koma til Egilsstaðaflugvallar akandi á eigin bifreiðum þurfa að mæta til innritunar á milli kl. 6 og 6.30, en innritun hefst kl. 6 báða brottfarardagana.
  • Á fimmtudagsmorgun fer rútan frá Neskaupstað til Egilsstaðaflugvallar stundvíslega kl. 6.15. Lagt er af stað frá versluninni Nesbakka en farþegar einnig teknir upp við Olís.
  • Á föstudagsmorgun fara tvær rútur frá Neskaupstað til Egilsstaðaflugvallar. Sú fyrri fer kl. 6.15 en sú síðari kl. 6.45. Starfsfólk í fiskiðjuveri og fiskimjölsverksmiðju ásamt mökum fara með fyrri rútunni en með síðari rútunni fer starfsfólk skrifstofu ásamt mökum. Báðar rúturnar leggja af stað frá versluninni Nesbakka og taka einnig upp farþega við Olís.
  • Síldarvinnslan býður ferðalöngunum upp á morgunhressingu á Egilsstaðaflugvelli.
  • Allir þurfa að muna eftir að taka með farseðla og vegabréf.

GÓÐA SKEMMTUN