Nýi Börkur að kasta á Vestfjarðamiðum.  Ljósm. Geir ZoëgaÞað er lítið um góðar fréttir af loðnumiðunum fyrir vestan. Um helgina var þar leiðindaveður og stóð loðnan djúpt. Þrátt fyrir þetta fengu skipin eitt og eitt þokkalegt kast. Polar Amaroq er að landa um 1000 tonnum í Helguvík og Vilhelm Þorsteinsson landaði þar 900 tonnum um helgina.

Loðnuskip Síldarvinnslunnar eru í síðasta túr vertíðarinnar. Börkur er kominn með rúmlega 300 tonn og Birtingur um 200 tonn. Beitir er á miðunum en  hafði ekki fengið neinn afla þegar þetta er skrifað.