Á loðnumiðunum við Snæfellsnes. Ljósm. Örn Rósmann KristjánssonÁ loðnumiðunum við Snæfellsnes. Ljósm. Örn Rósmann KristjánssonLjóst má vera að það eru ekki margir veiðidagar eftir á yfirstandandi loðnuvertíð. Enn er þó vonast eftir einhverri veiði þannig að skipin nái að ljúka við að veiða kvóta sína eða fara langt með það. Skipin á miðunum voru að leita í gær og fann Beitir loðnu út af Snæfellsnesi. Kastaði hann og fékk 400-500 tonn. Einhver fleiri skip köstuðu á sömu slóðum en fljótlega brældi og lá flotinn í vari í nótt. Í morgun var veðrið orðið betra og hófu skipin þá leit.
 
Börkur kom með fullfermi til Neskaupstaðar í nótt . Unnin eru hrogn úr afla hans og gengur sú vinnsla vel.