Mikið hefur verið umleikis í Norðfjarðarhöfn undanfarið. Nú er verið að lesta lýsi ásamt frystum afurðum ýmist á Afríku eða Evrópu. Þá er mjölskip væntanlegt á morgun og í dag landar Börkur NK-122 fullfermi af síld sem skipið fékk á síldarmiðunum í Breiðafirði. Síldin er flökuð og fryst á hefðbundna markaði.
