Litadýrð hausthiminsins. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonLitadýrð hausthiminsins. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonVeðrið á Austurlandi í haust hefur verið afar gott og reyndar að verulegu leyti bætt upp kalt og heldur hryssingslegt sumar. Litadýrðin á himninum hefur oft verið einstök og unnt hefur verið að gleyma sér við að skoða roðann í austrinu á morgnana. Kristinn Agnar Eiríksson starfsmaður fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað tók meðfylgjandi mynd sem sýnir dýrðina vel. Kristinn Agnar hefur starfað í fiskimjölsverksmiðjunni í 17 ár og gegnir þar mikilvægu hlutverki. Hann er áhugaljósmyndari og hefur næmt auga fyrir forvitnilegu myndefni.