Frá því á laugardag hefur lítið verið um að vera á loðnumiðunum, fá skip hafa verið að veiðum og afli hefur verið lítill í trollið. Það viðrar ekki vel til nótaveiða og spáin er óhagstæð fyrir næstu daga. Þetta ástand hefur leitt til þess að sum loðnuskipanna hafa haldið til hafnar og liggja þar bundin við bryggju.
Birtingur NK kom til Neskaupstaðar í gærkvöldi með 350 tonn og er verið að frysta úr honum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.