Norðfirðingar munu fagna komu nýs Barkar á morgun. Í fyrramálið mun Beitir sigla til móts við hann og munu þeir bræður síðan sigla saman fánum prýddir inn Norðfjörð kl. 12. Eru Norðfirðingar og aðrir sem áhuga hafa hvattir til að taka myndir af skipunum en þau munu sigla um þannig að auðvelt verði að mynda þau. Þeir sem taka myndir eiga síðan kost á að senda þær til Síldarvinnslunnar á og verða valdar þrjár bestu myndirnar og 100 þúsund krónur veittar í verðlaun fyrir hverja þeirra. Þriggja manna dómnefnd innan fyrirtækisins mun meta myndirnar sem berast og verða niðurstöður hennar kynntar 17. júní nk.

                Nú er tækifærið til að mynda tvö af glæsilegustu skipum íslenska fiskiskipaflotans saman. 

Nýi Börkur nálgast landið