Nú er hætt að taka á móti myndum í ljósmyndasamkeppni sem efnt var til í tilefni af komu nýja Barkar til heimahafnar í Neskaupstað. Úrslit keppninnar verða kynnt á heimasíðunni á fimmtudaginn í næstu viku. Mikill áhugi skapaðist á keppninni og yfir 35 einstaklingar sendu inn framlag og var fjöldi móttekinna ljósmynda um 200. Síldarvinnslan þakkar öllum sem sendu inn myndir.