Framkvæmdir hafnar á lóð fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar.Allumfangsmiklar framkvæmdir eru hafnar á lóð fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Lóðin vestan við fiskiðjuverið verður mótuð og þar verða gróðursett tré og runnar, hellur verða lagðar og mikill timburpallur smíðaður. Umrætt svæði er áberandi og gestir fiskiðjuversins fara um það þannig að mikilvægt er að þarna sé umhverfi til fyrirmyndar og í samræmi við þá fyrirmyndarfiskvinnslu sem á sér stað í iðjuverinu.

Lóðin var hönnuð af Landmótun en verktaki við lóðaframkvæmdirnar er Tandraberg ehf.