Börkur NK á loðnumiðunum. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonBörkur NK á loðnumiðunum. Ljósm. Ísak Fannar SigurðssonLoðnan gengur hratt vestur með suðurströnd landsins og er nú komin vestur fyrir Vestmannaeyjar. Afar góð veiði var á miðunum í gær og fylla skipin sig á skömmum tíma. Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson eru á leið til Helguvíkur með fullfermi og Birtingur er sneisafullur á leið til Seyðisfjarðar. Þá er Beitir á leið til Neskaupstaðar með fullfermi og Bjarni Ólafsson er væntanlegur þangað síðdegis. Byrjað verður að frysta úr Bjarna Ólafssyni um leið og hann kemur og er gert ráð fyrir að enn sé mögulegt að framleiða á Japansmarkað. Hrognafylling loðnunnar er um og yfir 20% um þessar mundir og því er þess ekki langt að bíða að hrognavinnsla hefjist.
 
Börkur kom á miðin í morgun og hóf að kasta strax.